Sagan
Tannlæknastofan Brostu hóf rekstur þann 2. júlí 1990 við Hamraborg 5 í Kópavogi. Árið 2004 var stofan stækkuð í þá mynd sem hún er í dag og sama ár flutti tannsmíðaverkstæðið Bakkabros starfsemi sína á sömu hæð.
Opnunartími
Tannlæknastofan Brostu er opin alla virka daga.
Mánudaga - fimmtudaga frá klukkan 8:15 til 17:00
Föstudaga frá klukkan 8:15 til 15:00
Ef tannlæknastofan er lokuð og um neyðartilvik er að ræða bendum við á að hafa samband við neyðarvakt Tannlæknafélags Íslands.
Hjá Brostu leggjum við okkur fram við að bjóða upp á þægilegt umhverfi og góða þjónustu.
Páll útskrifaðist sem Cand. odont. frá Háskóla Íslands 1987. Hann stofnaði tannlæknastofuna Brostu árið 1990 og hefur sótt margs konar starfstengd námskeið bæði innanlands og erlendis.
Páll hefur starfað sem stundakennari við Tannlæknadeild Háskóla Íslands frá 1990 og hefur tekið að sér matsmál fyrir héraðsdóm, lögfræðinga og tryggingarfélög. Páll hefur setið í stjórn Tannlæknafélags Íslands og nefndum á vegum félagsins.
Páll Ævar PálssonTannlæknir
Hlynur útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2004 og hóf þá störf hjá Brostu. Einnig hefur hann lokið við ýmsum námskeiðum hér á landi og erlendis. Hlynur sinnir almennum tannlækningum.
Hlynur Þór AuðunssonTannlæknir
Guðrún hefur starfað hjá Brostu síðan 1990.
Hún aðstoðar tannlæknana og tannfræðinginn við stól, annast almenna sótthreinsun, gerð lýsingarskinna og tekur mát.
Guðrún KarlsdóttirTanntæknir
Anna hefur starfað hjá Brostu frá 1994. Anna aðstoðar tannlæknana og tannfræðinginn við stól, sér um almenna sótthreinsun, gerð lýsingarskinna og tekur mát.
Anna KarlsdóttirAðstoðarkona tannlæknis
Katrín lauk tanntæknanámi árið 2004. Auk þess útskrifaðist hún sem heilsunuddari árið 2006 og sem snyrtifræðingur 2010. Hún hóf störf á Brostu í maí 2018.
Katrín ElíasdóttirRitari og tanntæknir
Bryndís tskrifaðist sem sjúkraliði árið 1979 og sem tannfræðingur í Noregi árið 1992. Hún hóf störf á Brostu árið 2018.
Bryndís ArngrímsdóttirTannfræðingur
Edda lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 2011. Hún er förðunarfræðingur að mennt og hóf störf á Brostu í september 2019.
Edda IngadóttirAðstoðarkona tannlæknis
Rebekka Sif ArnarsdóttirTannlæknanemi