Þjónusta

Barnatannlækningar

Það er mjög mikilvægt að börn fái góða aðlögun og jákvæða upplifun af heimsókn til tannlæknis. Við leggjum okkur fram við að láta börnum líða vel og kennum þeim góða tannumhirðu enda er það best forvörnin til lengri tíma. Það er mikilvægt að börn læri að hugsa vel um tennurnar sínar og að reglulegar tannlæknaheimsóknir séu sjálfsagður hlutur og ekkert til að óttast. 

Við bjóðum upp á ýmiskonar afþreyingu meðan á tannlæknaheimsókn stendur eins og t.d. heyrnartól til að hlusta á tónlist og sögur og gleraugu til að horfa á teiknimyndir. 

Miðað er við að börn komi í sína fyrstu heimsókn til tannlæknis um þriggja ára aldur en fyrr ef eitthvað er talið vera að. Fyrsta heimsóknin fer í að kynnast umhverfinu, tannlækninum og starfsfólki ásamt því að staðan er metin. Næst er komið á reglulegum heimsóknum þar sem forvarnir eru í fyrirrúmi.  

Heilgómar
Tannhreinsun
Invisalign tannréttingar
Lýsingar
Krónur
Rótfyllingar
Tannfyllingarefni
Tannlæknafóbía
Tannplantar
Tannúrtaka
Svefnvandamál og hrotugómar
Gnístur/Bitlækningar

HLEKKIR

Tannlæknafélag Íslands
Á vef Tannlæknafélagsins má finna upplýsingar um tannlækningar og tannlækna á Íslandi auk fróðleiks um tannhirðu.

Embætti landlæknis - Tannvernd
Embætti landlæknis stuðlar að fræðslu auk þess að sinna ráðgjöf og rannsóknum á sviði tannheilsu á Íslandi.

Tryggingastofnun
Á vef tryggingarstofnunar má finna upplýsingar um sjúkratryggingar er varða tannlækningar.

Bakkabros
Tannsmíðaverkstæðið Bakkabros er til húsa í sama húsnæði og Tannlæknastofan Brostu.